Íslandsstofnunin ætlar að halda málþing til að stuðla að auknu umburðarlyndi og farsælli sambúð manna með ólíkan bakgrunn

Nýtilkomin fjölgun þjóðarbrota, kynþátta og menningarheima í íslensku samfélagi krefst nýrra hugmynda um hvernig tryggja má farsæla sambúð þeirra, umburðarlyndi og góð samskipti. Fólk með ólíkan bakgrunn þarf að vinna saman að því að byggja gott samfélag, auðga það og efla fyrir komandi kynslóðir. Því er mikilvægt að halda málþing sem tekur á slíkum málum og stuðlar að því að koma á sameiginlegum gildum og grundvallarreglum fyrir íslenskt samfélag.
Að frumkvæði Íslandsstofnunar verður haldið málþing með yfirskriftinni: Í átt að farsælli sambúð og umburðarlyndu samfélagi á Íslandi. Málþingið verður haldið 30. janúar 2016 í aðalfundarsal Grand Hótel. Frummælendur verða íslenskir embættismenn, fræðimenn, kennarar, sérfræðingar í mannréttindum, starfsmenn sem taka á móti nýbúum og sérfræðingar í öryggismálum og lögum. Þar verða líka nokkrir sendiherrar, fulltrúar ólíkra ráðuneyta og stofnana. Markmið málþingsins er að endurvekja og endurnýja hugmyndir um farsæla sambúð og umburðarlyndi í íslensku samfélagi.
Á málþinginu verður tekist á við ýmis grundvallaratriði, þar á meðal: Hlutverk menntunar í því að auðga íslenskt samfélag með hugmyndum um farsæla sambúð og umburðarlyndi, almenn félagasamtök og hlutverk þeirra í eflingu hugmynda um farsæla sambúð og umburðarlyndi, hlutverk stofnana og yfirvalda á hverjum stað í því að efla hugmyndir um farsæla sambúð og umburðarlyndi og taka á móti þeim sem sækja um hæli sem flóttamenn, hlutverk opinberra stofnana og yfirvalda á hverjum stað í því að efla hugmyndir um farsæla sambúð og umburðarlyndi, hlutverk trúarbragðanna í því að breiða þessar hugmyndir út í samfélaginu, fjölmiðlar og hlutverk þeirra í því að benda á þessar hugmyndir og hlutverk atvinnurekenda í því að virkja þessar hugmyndir.