kennslustundin

Allir atburðir fara fram í Ýmishúsinu, Skógarhlíð 20, Reykjavík
Við höfum nú hafið kennslu í íslensku fyrir byrjendur. Tímarnir eru alla laugardaga á milli 17:00 og 18:30. Kennararnir eru Tryggvi Franklin Hákonarson og Adam Anbari frá Marokkó. Tímarnir eru bæði fyrir múslíma og þá sem eru ekki múslímar. Næstkomandi laugardag verður þriðja kennslustundin en þér er samt velkomið að koma.
Alla sunnudaga klukkan 13:30, þriðjudaga klukkan 15:30 og fimmtudaga klukkan 15:30 fara fram kennslustundir í arabísku fyrir börn og unglinga. Bæði múslímum og öðrum er velkomið að koma.
Alla laugardaga klukkan 19:00 berum við fram kvöldmat fyrir nýliða, þá sem eru að sækja um alþjóðlega vernd og meðlimi okkar. Okkur þætti vænt um að sjá þig þar en við biðjum þig vinsamlega um að láta Karim Askari vita fyrirfram svo við getum tryggt að eiga nægan mat handa þér.(info@foumdationoficeland.is og 7722857)
Auk alls þessa getur þú komið á hverjum degi til bæna, fimm sinnum á dag. Á föstudögum leiðir ímam bænina og flytur hugvekju.
Næstkomandi sunnudag höldum við upp á afmæli spámannsins okkar, Múhameðs, með því að hafa opið hús á millli 14:00 og 16:00 í Skógarhlíð 20. Við það tilefni verður flutt stutt erindi um ævi spámannsins, bæði á arabísku og ensku. Þér er velkomið að heimsækja okkur og okkur þætti vænt um að sjá þig.